Hverjir geta tekið þátt?
Þú þarft ekki að hafa reynslu af yoga né hugleiðslu til að taka þátt á námskeiðinu. Styrkur núvitundaþjálfunar er að láta æfingarnar vinna sjálfar.
MBSR er krefjandi námskeið á þann hátt að þú gætir mætt atriðum eða þáttum í sjálfum þér eða í þínu lífi sem þú ert ekki ánægð/ur með eða getur valdið sorg
eða depurð. Það getur því verið erfið vinna að hugleiða og leifa hugsunum og tilfinningum að koma fram og gef þeim rými þó það gæti virst afslappandi á yfirborðinu.
Einnig þarft þú að vera tilbúin að vinna heimaverkefni sem oft er líkamsskönnun (bodyscan), yoga eða hugleiðsla sem tekur um 45 mínútur sex daga vikunnar. Því getur verið gott að íhuga hvort pláss sé fyrir það í lífi þínu núna. En einni er boðið upp á styttri hugleiðslur og æfingar sem hægt er að nota á dögum sem erfitt að er að koma æfingunum fyrir.
Fyrir marga verður núvitund eðlilegur hluti af lífi þeirra – og margir vilja halda áfram að hugleiða eftir að námskeiðinu er lokið.
Til að hugleiðsla nýtist þér í þínu lífi þarf að iðka og þjálfa sig í að hugleiða og gera það reglulega.