top of page

Að vinna í hóp

Stór og mikilvægur hluti af MBSR er að vinna með öðrum. Námskeiðið er frábrugðið hefðbundinni hugleiðslu og yogakennslu á þann hátt að á námskeiðinu er rætt saman ýmist í hóp eða tveir og tveir um hvernig þú upplifðir hugleiðsluna, yoga eða heimavinnuna. 
 

Einnig eru ýmsar samskiptaæfingar á námskeiðinu, sem hjálpa þér að sjá að þú ert ekki ein/einn um að finna fyrir sársauka, skömm eða kvíða sem dæmi.
 

Þú ræður hversu miklu þú deilir. En flestir munu finna að það getur verið gott að deila með öðrum sem taka þátt, sama hvaða bakgrunn þau hafa en taka þátt á sömu forsendum þú.

bottom of page